139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 50/2010 um breytingu á IX. og XII. viðauka við EES-samninginn.

581. mál
[13:39]
Horfa

Frsm. utanrmn. (Árni Þór Sigurðsson) (Vg):

Frú forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um tillögu til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar EES-nefndarinnar nr. 50/2010 um breytingu á IX. viðauka og XII. viðauka við EES-samninginn, annars vegar um fjármálaþjónustu og hins vegar um frjálsa fjármagnsflutninga.

Hér er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 50/2010 um breytingu á umræddum viðaukum við EES-samninginn.

Markmið með þessum tilskipunum er að breyta ákvæðum tveggja tilskipana vegna aukinna tenginga milli greiðslukerfa yfir landamæri. Breytingar hafa orðið því að áður voru kerfin meira og minna landsbundin og sjálfstæð.

Innleiðing tilskipunarinnar kallar á lagabreytingar hér á landi og munu fyrirhuguð frumvörp efnahags- og viðskiptaráðherra um breytingu á lögum um öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum og innanríkisráðherra um breytingu á lögum um fjárhagslegar tryggingarráðstafanir fjalla um það efni.

Með þessu nefndaráliti fylgir einnig álit viðskiptanefndar sem óskað var eftir vegna málsins.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.

Undir nefndarálitið skrifa Árni Þór Sigurðsson, Valgerður Bjarnadóttir, Birgitta Jónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Helgi Hjörvar, Ólöf Nordal og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.