139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland.

723. mál
[17:35]
Horfa

Frsm. meiri hluta utanrmn. (Árni Þór Sigurðsson) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta var ágætt andsvar hjá hv. þingmanni og þarf svo sem ekkert að bregðast við því sérstaklega, enda voru þetta bara almennt vangaveltur og skoðanir og sjónarmið hv. þingmanns. Ég vil bara segja varðandi afstöðu sósíalíska vinstri flokksins í Noregi að hann hefur í sinni stefnu, samþykktri á þeirra landsfundum, lýst andstöðu við aðild Noregs að Atlantshafsbandalaginu.