139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:06]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þetta frumvarp er að koma til atkvæðagreiðslu eftir 2. umr. Ég hef gagnrýnt marga þætti í frumvarpinu og fundist að með því sé vald fært frá Alþingi til framkvæmdarvaldsins, sem ég hef ekki aðhyllst.

Þetta mál er að taka miklum breytingum á þinginu og sérstaklega ein grundvallargrein þess, en boðaðar hafa verið breytingar á henni fyrir 3. umr. og ég fagna því sérstaklega.

Ég vil segja að ég mun sitja hjá við einstakar tilteknar greinar í frumvarpinu en að öðru leyti styð ég að sjálfsögðu að það gangi til 3. umr.