139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:14]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Sú breytingartillaga sem hér kemur til atkvæða kom inn í frumvarpið frá meiri hluta allsherjarnefndar í nefndarstörfum. Hún felur í sér að út úr lagatextanum er tekin grein sem hljóðar svo að hvert ráðuneyti skuli lagt óskipt til eins og sama ráðherra, þ.e. það sé bara einn ráðherra í hverju ráðuneyti. Við þingmenn Sjálfstæðisflokksins teljum að með þessari breytingartillögu sé opnað fyrir heimild til að hafa fleiri en einn ráðherra í hverju ráðuneyti. Við teljum þá hugmynd varasama og á margan hátt ómótaða og óútfærða og eingöngu til þess fallna að rugla stjórnsýsluna en ekki til að bæta vinnubrögð.