139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:32]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Líkt og áðan tel ég að hugsunin í þessari tillögu sé mjög góð. Ég held hins vegar að hún gangi ekki upp. Það að taka upp fundina mun ekki eyða leyndarhyggjunni á nokkurn hátt. Ef hún er til staðar mun hún bara færast annað. Það verður búið að græja hlutina áður en að ríkisstjórnarfundi kemur.

Tillagan áðan um fundargerðirnar var ekki nógu skýr að mínu viti og gekk kannski ekki nógu langt. Ég hefði talið heppilegra að vera með góða skilgreiningu á því hvernig færa ætti fundargerðir. Þetta er ekki til að leysa þau mál sem hér er rætt um. Ef vandi er til staðar þá færist hann bara eitthvert annað. Það er það sem mun gerast. Það sem við getum hins vegar hlustað á eftir 30 ár er líklega samantekt á nokkrum góðum leikritum sem hafa verið sett upp á ríkisstjórnarfundum.