139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:53]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Hér er verið að halda áfram því starfi sem við hófum í vor þegar við samþykktum lög um íslenska tungu og íslenskt táknmál. Með þessu erum við vonandi ekki einungis að bæta það mál sem talað er í Stjórnarráðinu heldur að stuðla að því að Stjórnarráðið endurspegli og bregðist við kröfum frá þeim fjölbreytilega málheimi sem til staðar er í samfélagi okkar.