139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

safnalög.

650. mál
[21:11]
Horfa

Skúli Helgason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um frumvarp til safnalaga. Hér er verið að gera skurk í því að bæta stjórnsýslu í safnamálum. Þetta er fjölskrúðugur málaflokkur og mikilvægt svið í samfélagi okkar, mikilvægt innlegg í menningartengda ferðaþjónustu í landinu. Eitt mikilvægasta ákvæði þessa frumvarps lýtur að því að auka samvinnu og samstarf safna í landinu og skýra verkaskiptingu þeirra á milli.

Það hefur verið góð vinna í hv. menntamálanefnd við þetta mál og prýðileg samstaða um meginatriði þess og ég tel að það sé tilbúið til afgreiðslu frá þinginu.