139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

húsnæðismál.

100. mál
[21:35]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (U) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég fagna því að verið sé að stíga skref í þá átt að bjóða upp á óverðtryggð lán á Íslandi. Það er mjög mikilvægt og bankarnir eru þegar búnir að stíga þau skref. Á sama tíma er náttúrlega mjög mikilvægt að vara við lánunum og að lánþegar séu fræddir um að óverðtryggðum lánum á Íslandi fylgi mikil áhætta. Meðan við höfum ekki leyst það vandamál sem felst í því að Ísland er kollsteypu- og skopparasamfélag í efnahagslegu tilliti, eru óverðtryggð lán gríðarlega áhættusöm. Um leið og við tökum þetta skref verðum við að nýta okkur það sem hvatningu í þá átt að koma á viðvarandi langtímastöðugleika í íslensku efnahagslífi og ég hef ákveðnar hugmyndir í því sambandi.