139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

704. mál
[21:48]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Hér er verið að taka til atkvæða frumvarp um skyldutryggingu lífeyrisréttinda sem lýtur að hæfi stjórnarmanna og fjárfestingarheimildum sjóðanna og sömuleiðis stuðlar það að því að opna á ný heimildir fyrir fólk til að taka út séreignarlífeyrissparnað sinn og mæta fjárhagserfiðleikum sem það kann að eiga við að glíma. Verður heimildin opnuð til 1. júlí á næsta ári og aukin nokkuð, eða í 6 millj. og 250 þús.