139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

virðisaukaskattur o.fl.

898. mál
[21:58]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það er mjög ánægjulegt að við ætlum núna að lækka skatta á jafnmikilvægum málaflokki og rafrænum bókum og fleiri tengdum vörum. Ég skora á þingmenn að skoða hvort ekki sé líka kominn tími á að kennsluefni verði gert rafrænt og kostnaðurinn við breytingar á bókum á milli ára lækkaður eða jafnvel afnuminn. Þetta er mikill kostnaður fyrir nemendur og núna þegar svo margir sitja á skólabekk sem hafa enga aðra úrkosti en fara á atvinnuleysisbætur, þá held ég að mikilvægt sé að við skoðum núna í október hvernig við getum lækkað verð á skólabókum til nemenda og gert þær jafnframt allar rafrænar.