139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[22:10]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Höft eru óskemmtilegt viðfangsefni og verður alltaf umdeilt um hversu víðtæk þau skuli vera og hversu lengi þau skuli vara. Ég vil þakka hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra sérstaklega fyrir góða samvinnu við vinnslu málsins í þinginu og tel að hann hafi sýnt með eftirtektarverðum hætti hvernig unnt er að koma til móts við sjónarmið stjórnarandstöðunnar á fleiri en einn veg og leiða mál farsællega til lykta.

Um leið verð ég að segja að það er býsna broslegt að heyra formann Sjálfstæðisflokksins við þetta tækifæri lýsa því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft rétt fyrir sér, því Sjálfstæðisflokkurinn hafði svo rangt fyrir sér að við munum þurfa að búa við gjaldeyrishöft um mörg, mörg ár.