139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[22:11]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Náðst hefur samkomulag um að stytta þann tíma sem gjaldeyrishöftin eiga að vera fest í lögum. Það er jákvætt. Það að setja gjaldeyrishöft í lög yfirleitt er hins vegar stórhættulegt. Ég held að það muni taka langan tíma að aflétta þeim aftur. Ég er mjög hryggur yfir því að þetta skuli vera niðurstaðan og menn skuli ekki taka á honum stóra sínum, setja þjóðinni markmið í efnahagsmálum sem þjóðin trúir á og aflétta svo höftunum. Ég er nærri viss um að höftin halda gengi krónunnar niðri og þau mundu frekar hækka en hitt ef þeim væri aflétt. Ég er eindregið á móti þessari lagasetningu, eindregið á móti því að setja gjaldeyrishöftin í lög. Ég þekki nefnilega frá fornri tíð hvernig er að afnema slík lög; allir eru skíthræddir við það, enginn þorir að aflétta þeim og þau standa og standa. (Gripið fram í: Eftir marga braskara.)