139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

dagskrá fundarins.

[09:35]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Varðandi annað þeirra mála sem hv. þm. Álfheiður Ingadóttir nefndi sem snertir ökutækjatryggingar þá fengum við þær upplýsingar að einhverjir nefndarmenn teldu málið vanbúið og það hefði verið tekið of skart úr nefndinni. Athugasemdir hefðu komið um það leyti sem verið var að taka það úr nefndinni og þess vegna hefði ekki verið sátt um málið þar. Hins vegar er ekki gott ef mikilvægir þættir í svona frumvörpum ná ekki fram að ganga. Ef eitthvað annað er í þeim sem stoppar þau ætti einfaldlega að breyta þeim eða gera þau þannig að mögulegt sé að taka þau til afgreiðslu.