139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

dagskrá fundarins.

[09:44]
Horfa

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Við ræddum hér í fjóra daga það mál sem kemur til afgreiðslu um Stjórnarráð Íslands. Það fór mikill tími í þá umræðu og eðlilega minnkaði sá umræðutími sem ætlaður var i önnur mál. Það er grafalvarleg staða þegar við lendum á síðasta degi þingsins í afgreiðslu á málum sem skoðanaágreiningur er um og allir viðurkenna að þurfi umræðu.

Það er líka alvarlegt ef mál eru tekin af dagskrá hugsanlega vegna misskilnings, eins og ég tel að eigi við um ökutækjatryggingafrumvarpið, að það hafi verið tekið út af vegna misskilnings, þar sem ekki hafi þurft langa umræðu til að afgreiða það.

Það mál sem ég tel síst rætt og þurfi lengsta umræðu af öllum og lengri en Stjórnarráðið, (Forseti hringir.) er mál nr. 20 um staðgöngumæðrun. Það er heitt mál, tilfinningaríkt mál, og það þarf umræðu.