139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

704. mál
[11:36]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (andsvar):

Herra forseti. Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki heyrt fyrri hluta ræðunnar en umræðan í þinginu gengur hratt fyrir sig. Ég kem hér upp til að árétta að ég mun styðja þessa tillögu um að hækka úttekt á séreignarsparnaði og framlengja leyfi til þess. Ástæðan er sú að ég er þeirrar skoðunar að fólk eigi sjálft að fá að velja hvort það nýti réttinn. En þó eigum við að sjá til þess að fólk geri sér grein fyrir því hvaða afleiðingar það getur haft að taka út séreignarsparnaðinn þegar verið er að reyna að halda í einhverja eign sem mun að lokum fara í þrot.