139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

sveitarstjórnarlög.

726. mál
[12:34]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil vekja athygli þingheims á breytingartillögu sem við hv. þm. Sigurður Ingi Jóhannsson flytjum við 64. gr. frumvarpsins. Þessi breytingartillaga kveður á um að fella beri út fjármálareglur varðandi fjárhag sveitarfélaga.

Frú forseti. Í ljósi slæmrar fjárhagsstöðu langflestra sveitarfélaga er hætta á að skuldaþakið verði til þess að þrýsta á enn frekari einkavæðingu og minni umsvif sveitarfélaga jafnvel þó að aðlögunin megi taka um 10 ár. Við teljum þar af leiðandi að það þurfi að fara fram mat á afleiðingum þessara fjármálareglna áður en við setjum þær inn í lög. Ástæðan er sú að sveitarfélög þurfa að hafa svigrúm (Forseti hringir.) til sveiflujöfnunar jafnframt að eiga orkufyrirtæki og fjárfesta í innviðum samfélagsins.