139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

sveitarstjórnarlög.

726. mál
[12:45]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Nú göngum við til atkvæða um þessa tillögu sem er þannig að Reykvíkingar og borgarfulltrúar þeirra í Ráðhúsinu velji það sjálfir hvað þeir vilja hafa marga borgarfulltrúa innan hæfilegs ramma sem samkvæmt tillögunni er 15–31 maður. Þeir eru nú 15 og deila má um það, og lengi takast á um það, hér í hreppnum og víðar hvað þeir eigi að vera margir. Þessi tillaga segir ekkert um það heldur einungis það að Alþingi láti borgarfulltrúa Reykjavíkur og Reykvíkinga sjálfa velja hvaða tölu þeir vilja hafa á fulltrúum í ráðhúsi sínu.