139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

sveitarstjórnarlög.

726. mál
[12:56]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég var búin að falla frá orðinu en svo hitnaði blóðið í mér aðeins aftur. Ég tek undir með hv. þm. Álfheiði Ingadóttur og fleirum sem hér hafa talað, ég er hjartanlega sammála því að borgarstjórn Reykjavíkur á sjálf að fá að hafa eitthvert svigrúm til að ákveða fjölda fulltrúa sinna og taka ábyrgð á þeirri ákvörðun gagnvart kjósendum sínum en það finnst mér að eigi þá að gilda almennt um sveitarstjórnir, ekki bara um borgarstjórn Reykjavíkur.

Ég hyggst sitja hjá við afgreiðslu þessarar tillögu.