139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

sveitarstjórnarlög.

726. mál
[12:59]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég biðst afsökunar, ég veit ekki undir hvaða lið ég er að tala, ég get sagt það …

(Forseti (RR): Um atkvæðagreiðsluna.)

… um atkvæðagreiðsluna, já ég ætla að greiða atkvæði með þessari tillögu ég ætla að tilkynna það. En hins vegar finnst mér að hér hafi verið efnisleg umræða um málið og ég vil mótmæla ... (Gripið fram í.) — ekki þegar verið er að tala um atkvæðagreiðsluna, fólk á að segja hvernig það ætlar að greiða atkvæði en ekki fara í umræðuna sem fólk hefur ekki nennt að taka þátt í í nótt eða í morgun.