139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

sveitarstjórnarlög.

726. mál
[13:00]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það er ástæða til að gæta orða sinna þegar maður kemur hingað upp til að styggja ekki hv. þm. Valgerði Bjarnadóttur. En ég ætla að leyfa mér að ræða þessi mál og lýsa yfir undrun minni að sjá svo marga samfylkingarmenn koma hingað upp, þingmenn sem hafa lýst sig fylgjandi auknu íbúalýðræði og talað fallega um lýðræðið. Þeir koma hingað upp og mæla því mót að fjölga borgarfulltrúum í Reykjavík sem er alveg ljóst að eru of fáir í dag ef miðað er við önnur sveitarfélög í landinu. Hvers vegna á að setja Reykjavíkurborg og kjósendur í Reykjavík í einhvern annan flokk en önnur sveitarfélög í landinu? Ég mótmæli harðlega þessari tillögu samfylkingarmannsins Marðar Árnasonar og ég trúi ekki að þingmenn annarra flokka, og ég vil þakka þeim hv. þingmönnum Samfylkingarinnar sem hafa komið upp og mótmælt hv. þingmanni, ætli að leiða þessa tillögu í lög.