139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

sveitarstjórnarlög.

726. mál
[13:02]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er greinilegt að skiptar skoðanir eru um þetta mál sem er bara eðlilegt. En ég verð þó að segja að í frumvarpinu sem verið er að samþykkja eru miklar lýðræðisumbætur þannig að það eru haldlítil rök að halda því fram að borgarfulltrúarnir séu að fá einhverja heita kartöflu í hendurnar vegna þess að þeir gætu einfaldlega haft um það kosningu á meðal íbúa borgarinnar, telji þeir á sig hallað hvað varðar lýðræðishalla. Eins og margoft hefur komið fram er hægt að gera bara einfalda skoðanakönnun eða hafa atkvæðagreiðslu um hvort íbúar borgarinnar vilja láta borga borgarfulltrúum. [Frammíköll í þingsal.] Þetta er mjög einfalt.

Það eru að mínu viti röng skilaboð frá Alþingi Íslendinga, eins og ég sagði áðan, að óska eftir því að borgarfulltrúum sé fjölgað á sama tíma og borgarfulltrúar þurfa að skera niður hjá leikskólum og skólum í borginni.

(Forseti (RR): Forseti biður hv. þingmenn um að gefa ræðumönnum sem eru að ræða atkvæðagreiðsluna tækifæri til að ljúka máli sínu án frammíkalla.)