139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

sveitarstjórnarlög.

726. mál
[13:05]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. 11. gr. festir í sessi þann rosalega mikla lýðræðishalla sem er í íslenskum sveitarstjórnum miðað við öll nágrannalöndin, öll Norðurlöndin og öll lönd í Norður- og Vestur-Evrópu. Ísland hefur algera sérstöðu í þessu og ef við samþykkjum greinina eins og hún er, munum við einfaldlega festa áfram í sessi möguleikana á fákeppnis- og klíkustjórnmálum sem hafa sett fjölmörg sveitarfélög um allt land á kaldan klaka. Hér er ekki um aukna lýðræðisvæðingu að ræða. Þetta er blómaskreyting sem kemur fram í nafni aukins lýðræðis en gengur ekki nærri því nógu langt og ég get ekki tekið þátt í svona leikaraskap.