139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

sveitarstjórnarlög.

726. mál
[13:09]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Frú forseti. Ég hyggst styðja þessa grein og ég fagna því sérstaklega að hér er verið að leiða í lög miklu sterkari lagaumgjörð um fjármálastjórn og fjármálaleg málefni sveitarfélaganna. Það er umhugsunarefni hvort við og mörg sveitarfélögin værum ekki betur stödd í dag ef svona reglur hefðu verið við lýði síðastliðin 10–15 ár. Ætli ýmsir íbúar mættu þá ekki þakka fyrir að menn hefðu kunnað betur fótum sínum forráð í við skuldsetningu sveitarfélaga og framkvæmdir umfram getu þeirra til að ráða við útgjöldin sem af þeim leiddu.

Mikilvægt er líka að benda á að þessar aðgerðir eru liður í að bæta almennt hina opinberu fjármálastjórn. Þær tengjast hagstjórnarsamningi milli ríkis og sveitarfélaga. Verkefnið undanfarin missiri hefur verið að byggja upp það samstarf þannig að við náum betur utan um hin opinberu fjármál í heild sinni þannig að hlutir eins og gerðust á Íslandi hjá ríkinu 2008 gerist aldrei aftur og hlutir eins og hafa því miður gerst hjá (Forseti hringir.) nokkrum sveitarfélögum endurtaki sig heldur ekki.