139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

sveitarstjórnarlög.

726. mál
[13:14]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Hér er enn hoggið í sama knérunn. Ráðgefandi íbúakosningar og atkvæðagreiðslur eru einhvers konar blómaskreyting. Við höfum enn þá leifarnar af íbúakosningunni sem fór fram í Reykjavík um flugvöllinn og hefur leitt til þess að fólk almennt gerir einfaldlega grín að þessum hugmyndum, svo fremi sem þær eru ekki bindandi. Þetta er skref í kolranga átt og menn virðast ekkert ætla að læra af reynslunni.