139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

704. mál
[13:33]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Með breytingartillögum mínum er verið að hækka það mark sem fólk má taka út úr séreignarsjóðum úr 5 milljónum í 6.250.000 kr. Opnað verði á ný tækifæri frá 1. október til 30. júní á næsta ári fyrir fólk til að sækja í séreignarsparnað sinn til að mæta útgjöldum eða fjárhagserfiðleikum eftir atvikum. Ég treysti á góða samstöðu í þinginu til að opna fólki þessa leið.

Ýmsar breytingartillögur hv. þm. Péturs H. Blöndals eru áhugaverðar og sumar jafnvel skemmtilegar en þær eru þess eðlis að þær þarfnast miklu frekari umræðu og samráðs í samfélaginu ef einhverjar þeirra ættu að verða að lögum og því munum við leggjast alfarið gegn því að þær verði samþykktar.