139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

19. mál
[13:44]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Eftir að hafa heyrt skýringar með breytingartillögum um það frumvarp sem við greiðum nú atkvæði um og það sem hv. þm. Pétur H. Blöndal ræddi áðan, þá held ég að full nauðsyn sé til þess að þingmenn einhendi sér í það á nýju þingi í október að fara yfir lífeyrissjóðakerfið frá A til Ö, kafa ofan í hvaða breytingar þarf að gera og hvaða breytingar við viljum gera. Lífeyrissjóðakerfið eins mikilvægt og það er, þá gengur ekki að það sé einhvers konar ríki í ríkinu sem ráði og hafi að mínu viti óæskilega mikil völd þegar kemur að stjórn efnahagsmála og landsins sem slíks.

Ég styð hins vegar þetta mál eins og það kemur fyrir en að öðru leyti held ég að við förum að setjast yfir það og setja mikla vinnu í að endurskoða þetta kerfi allt.