139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

vatnalög.

561. mál
[14:00]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég fagna sannarlega þeirri sátt sem hefur náðst um það að nema úr gildi ólögin frá 2006. Ég hefði ekki talið það valkost að framlengja gildistöku þeirra eina ferðina enn en við höfum ekki náð alla leið. (Gripið fram í.) Þau hafa ekki tekið gildi.

Það sem bíður okkar á nýju þingi er að endurskoða alla löggjöf um vatn og sérstaklega framleiguákvæðið á auðlindinni, að stytta verulega þann tíma sem vatns- og jarðhitaauðlindirnar okkar megi leggja til annarra en eigendanna sem auðvitað eiga að vera almenningur og opinberir aðilar. Það verkefni náðist ekki á þessu þingi en við verðum að setja það í forgang á því næsta.