139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

vatnalög.

561. mál
[14:03]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér virðist vera einhver stórkostlegur misskilningur í gangi. Sá misskilningur virðist ríkja að um einhvers konar bráðabirgðalög sé að ræða og það eigi að fara að taka þessi lög upp. Ég veit ekki til annars en allir stjórnmálaflokkar hafi staðið mjög einhuga að því að endurskoða vatnalögin frá 1923 og að við séum að fara að samþykkja eða lögfesta árangurinn af þeirri vinnu sem festir þá dómahefð sem hefur verið frá landnámi getum við sagt því að í Grágás og Jónsbók er þessa dómahefð skilgreind. Það er einhver stórkostlegur misskilningur í gangi um að þetta séu bráðabirgðalög.

Ég ætla að greiða þessu máli atkvæði mitt í anda sátta eins og ég er alltaf vanur.