139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

húsnæðismál.

100. mál
[14:12]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hér er lagt til að Íbúðalánasjóður fái heimild til að lána út óverðtryggt. Hingað til hefur hann eingöngu lánað verðtryggt sem hefur gert það að verkum að íbúðakaupendur og þeir sem vilja taka lán eru þvingaðir til að taka verðtryggð lán hvort sem þeir vilja eða ekki. Hér er verið að auka frelsi einstaklingsins til að velja og ég segi að sjálfsögðu já við því.