139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

húsnæðismál.

100. mál
[14:17]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Á þessu kjörtímabili hafa framsóknarmenn barist af hörku fyrir afnámi verðtryggingarinnar. Við munum halda áfram að gera það. Forsendan fyrir því að við getum búið fólki mannsæmandi umhverfi er einmitt að taka fast utan um efnahagsstjórnina. Það að afnema verðtrygginguna á lánum til neytenda, koma neytendum út úr þessu verðtryggða umhverfi, er hluti af því að bæta efnahagsstjórnina, er hluti af því að tryggja að þau stýritæki sem við höfum, stýrivextir Seðlabankans, virki eins og þau eiga að virka. Þetta er hluti af þeim skrefum sem við þurfum að taka en þau eru mörg til viðbótar. Ég hvet þingheim til að taka höndum saman, eins og við erum að gera, og ganga alla leið.