139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

húsnæðismál.

100. mál
[14:18]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að þetta frumvarp verði að lögum. Það eru röskir 18 mánuðir frá því að ég lagði fyrst fram frumvarp í þessa veru sem félags- og tryggingamálaráðherra.

Þetta frumvarp er engin töfralausn og er eitt skref af mörgum í nauðsynlegum umbótum á íbúðalánamarkaði. Enn þarf að taka fleiri skref. Við þurfum að tryggja að öll íbúðalán séu forfjármögnuð. Við þurfum að draga úr áhættu við töku íbúðalána. Það er rétt sem hér hefur verið nefnt að verðbólgan er stærsti óvinur íbúðakaupenda. Við þurfum að vinda ofan af þeim mistökum sem gerð voru með breytingum á Íbúðalánasjóði 2004 þegar áhætta hans var aukin og draga úr þeirri áhættu, tryggja að íbúðalán séu öll forfjármögnuð og uppgreiðsla þeirra sé alltaf heimil öllum án kostnaðar. Þetta er fyrsta skrefið. Það eru mörg eftir en þetta er skref til góðs.