139. löggjafarþing — 167. fundur,  17. sept. 2011.

dagskrá fundarins.

[15:39]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég verð að taka undir þær athugasemdir sem hér hafa verið gerðar um að mál nr. 13, skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins, skuli vera fallið út af dagskrá sérstaklega í ljósi þess að enn þá eru á dagskránni mál sem eru í raun og veru ekki tæk miðað við það hvað þau eru í mikilli óeiningu og ósætti, eins og málið um staðgöngumæðrun.

Málið um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins var afgreitt mótatkvæðalaust úr 2. umr. í gær. 3. umr. lauk í morgun, málinu er lokið. Nefndin hefur ekki óskað eftir því að málið yrði tekið út af dagskrá, málið er fullbúið til atkvæðagreiðslu. Ég tek því undir það að gott væri að fá rökstuddar skýringar frá hæstv. forseta um það hvers vegna málið er fallið út af dagskrá.