139. löggjafarþing — 167. fundur,  17. sept. 2011.

dagskrá fundarins.

[15:54]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég taldi að umræðu um mál nr. 13 væri lokið, menn biðu vegna þess að það átti eftir að fá leyfi fyrir breytingartillögu frá tveimur hv. þingmönnum. Það er í lófa lagið að taka málið upp núna og klára umræðuna sem var búin og leggja málið til atkvæðagreiðslu. Það er sátt um frumvarpið þannig að þetta er mjög undarlegt.

Það er annað sem ég sakna. Til þess eru umræður á Alþingi að menn fái svör. Hæstv. forseti er reyndar búinn að svara núna en það þurfti að bíða mjög lengi eftir svari. Ég vildi leggja til að þeir sem ættu að taka þátt í umræðunni, flutningsmenn, forseti og aðrir, svari dálítið fyrr þannig að menn þurfi ekki að spyrja aftur og aftur og eyða miklum tíma í það áður en svör fást.