139. löggjafarþing — 167. fundur,  17. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[16:19]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg):

Frú forseti. Ég fagna þeim breytingum sem hafa orðið á þessu frumvarpi, sérstaklega breytingunni á 2. gr. þar sem valdið er aftur fært til Alþingis um ákvörðun á skipan ráðuneyta og Stjórnarráðsins. Flokkist það undir afdalamennsku að vilja standa á bak við lýðræðið, þingræðið og rétt þingsins er ég bara stoltur af því.

Frumvarpið í heild sinni er hins vegar með þeim hætti að ég get ekki stutt það en mun sitja hjá. Ég fagna þó þeim góðu breytingum sem hafa margar orðið á því.