139. löggjafarþing — 167. fundur,  17. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[16:20]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Ég fagna sérstaklega þeirri miklu samstöðu sem hefur orðið um að gera nauðsynlegar breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands, þótt ég hefði í mörgum atriðum viljað ganga nokkuð lengra. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir að hafa frumkvæði að því að færa þetta mál inn í þingið og ég hlýt við þessa afgreiðslu að segja að andstaðan við þetta frumvarp var stórlega ofmetin því að mest hafa þær greinar sem um hefur verið fjallað fengið hér 16 mótatkvæði og mér sýnist frumvarpið í heild munu verða samþykkt með miklum meiri hluta.

Flest atkvæði hlaut greinin um málstefnuna, 34, en fæst atkvæði greinin um hljóðritanir á fundum, 29, en 31–32 atkvæði allar aðrar greinar í frumvarpinu. Það er mjög ánægjulegt.