139. löggjafarþing — 167. fundur,  17. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[16:25]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Það frumvarp sem við erum að afgreiða sem lög er forsætisráðherravæðing Stjórnarráðsins og ekkert annað. Það er einn maður eða ein kona sem á að ráða öllu í Stjórnarráðinu, setja reglur, úrskurða o.s.frv. (Gripið fram í.) Þetta á reyndar að leggja fyrir Alþingi en engu að síður á forsætisráðherra að ákveða allt, úrskurða og setja reglur. (Gripið fram í.) Það er talað um eðlislík málefni. Skyldu ekki öll málefni sem snúa að Evrópusambandinu vera eðlislík? Þau eru eðlislík öllsömul, (Gripið fram í: Nei.) þau snúa að Evrópusambandinu. (Gripið fram í.) Það er mjög eðlislíkt, það eru utanríkismál og snýr að umsókninni að Evrópusambandinu.

Ég er mjög hræddur við þetta frumvarp, ég vona að það rætist ekki sem ég er hræddur við, en við skulum ímynda okkur (Forseti hringir.) að það geti komið aðrir forsætisráðherrar í landinu. [Kliður í þingsal.]