140. löggjafarþing — 3. fundur,  4. okt. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[14:35]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Höskuldur Þórhallsson hélt því fram áðan, ef ég heyrði rétt, að formaður fjárlaganefndar og varaformaður fjárlaganefndar hefðu verið á launum við að undirbúa fjárlagafrumvarpið. Það er rangt. (Gripið fram í.) Í fyrsta lagi er ég að bera af mér sakir. Ég heyrði þetta reyndar á hlaupum en ég heyrði að talað var um (Forseti hringir.) að formaður og varaformaður fjárlaganefndar hefðu verið á launum annaðhvort við að fylgjast með framkvæmd fjárlaga eða að undirbúa fjárlagafrumvarpið. Það er rangt, hér er farið með rangt mál.