140. löggjafarþing — 3. fundur,  4. okt. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[19:05]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Að sjálfsögðu hefur maður áhyggjur ekki síst á degi eins og í dag þegar kolsvartar eða eldrauðar tölur vaða yfir Evrópu og ekki síst annars staðar á Norðurlöndunum. Það eru miklar viðsjár í efnahagsmálum heimsins.

Að sjálfsögðu er hið æskilega að við höfum hér jafnan og góðan sjálfbæran hagvöxt upp á 3–3,5% eða hvað það nú er sem þróað hagkerfi ræður almennilega við í vexti, en það sýnir okkur öll heimssagan að það er ekki eitthvað sem menn geta bara ákveðið að eigi að vera. Það eru öll ríki úti um allt að berjast við það að koma fjárfestingum í gang og þíða upp hagkerfin, skapa störf o.s.frv.

Spárnar fyrir Ísland eru einhverjar þær bestu sem við sjáum innan OECD. Ég hef því sagt að ef það er ríkisstjórnum að kenna hvort það er góður eða miður góður hagvöxtur þá ætti sennilega að setja allar ríkisstjórnir OECD-landanna af nema eina áður en kæmi að ríkisstjórn Íslands. Það er nú þannig ef maður tekur þann málflutning upp.

Að síðustu vil ég bara minna á það vegna krafna um útgjöld á árunum fyrir hrunið að ég stóð alltaf gegn skattalækkunartillögunum og aleinn í kosningunum 2003 á móti því rugli sem þá brast á og flutti alltaf tekjuöflunartillögur fyrir öllum (Forseti hringir.) útgjaldatillögum sem ég lagði til sem þingmaður á árunum 2003–2007.