140. löggjafarþing — 4. fundur,  5. okt. 2011.

skaðabótamál á hendur Bretum vegna beitingar hryðjuverkalaga.

[15:08]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir svarið. Sú málshöfðun sem nú er rætt um byggir á öðrum forsendum en sú sem var talið að mundi ekki borga sig að fara í fyrir breskum dómstólum.

Ég fagna því að hæstv. forsætisráðherra skuli vera búin að setja í gang vinnu hjá þeim lögfræðingum er hún nefndi. Ég held hins vegar að það sé mjög mikilvægt að þingið verði frá upphafi með í þeirri vinnu sem sett verður í gang, að hinir ágætu sérfræðingar í fjármála- og forsætisráðuneytinu upplýsi jafnóðum um að hverju þeir vinna en skili ekki bara skýrslu eða tillögu til þingsins um hvort þetta sé heppilegt eða ekki. Það kann að vera að fram komi sjónarmið (Forseti hringir.) sem þessir ágætu sérfræðingar hafa gagn af að heyra.