140. löggjafarþing — 4. fundur,  5. okt. 2011.

staðgöngumæðrun.

4. mál
[16:49]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Við ræðum mjög alvarlegt mál, (PHB: Var þetta ekki alvarlegt?) við ræðum rétt barna til að þekkja uppruna sinn. Ég sagði mjög skýrt að til væru börn sem þekkja ekki uppruna sinn og með engu móti væri hægt að finna út uppruna þeirra. Á það meðal annars við um sum börn sem hafa verið ættleidd hingað til lands. Það er staðreynd. Það sem ég var að segja er að íslenskur löggjafi, Alþingi Íslendinga, hefur tekið þá ákvörðun í sumum tilfellum að taka þann rétt með lögum af börnum. Það er allt annað mál, hv. þingmaður.