140. löggjafarþing — 4. fundur,  5. okt. 2011.

staðgöngumæðrun.

4. mál
[17:23]
Horfa

Flm. (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það kemur ekki á óvart að ég lýsi því yfir að ég er algerlega ósammála hv. þingmanni í velflestu því sem kom fram í ræðu hans. En mig langar til að spyrja hv. þingmann nokkurra spurninga. Ég gagnrýndi það í ræðu minni áðan að starfshópur sá sem skrifaði áfangaskýrslu, og hv. þingmaður vitnaði til, hefði ekki skoðað fjölmargar rannsóknir sem liggja fyrir um staðgöngumæðrun, langtímarannsóknir sem gerðar hafa verið á staðgöngumæðrunum, börnunum, foreldrunum, fjölskyldum þeirra, systkinum o.fl. Hvaða rannsóknir styðja það sjónarmið hans að mörkin á milli velgjörðar og hagnaðar séu mjög óljós? Getur hv. þingmaður bent mér á þær?

Varðandi það að við séum að stíga risastórt skref í andstöðu við umsagnir, (Forseti hringir.) þá langar mig að spyrja, vegna þess (Forseti hringir.) að þetta er bitamunur en ekki fjár: Er þingmaðurinn, vegna þess að hann er (Forseti hringir.) andvígur staðgöngumæðrun, á móti eggjagjöf? (Forseti hringir.) Hvert er (Forseti hringir.) álit þingmannsins á því (Forseti hringir.) með tilliti til sjónarmiða kvenna sem gætu verið þvingaðar út í slíkt?