140. löggjafarþing — 4. fundur,  5. okt. 2011.

staðgöngumæðrun.

4. mál
[17:30]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Því oftar sem orðið er notað því algengara verður það þó í umræðunni og ég einfaldlega vara við því, og mér slétt sama hvaðan orðið kemur. Það var notað úr ræðustóli Alþingis í þessu samhengi og ég geri athugasemd við það og óska eftir að það verði ekki notað.

Mig langar að spyrja hv. þingmann að því, frú forseti, hvort hann líti svo á þegar lesbísk hjón, tvær konur, eignast barn og fá til þess gjafasæði og báðar geta gengið með börn — hvort hann líti það sömu augum og staðgöngumæðrun. Hvert er viðhorf hans til þess réttar lesbískra kvenna að eignast börn í lesbísku hjónabandi eða í lesbísku sambandi?