140. löggjafarþing — 4. fundur,  5. okt. 2011.

staðgöngumæðrun.

4. mál
[17:34]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er alveg stórfurðuleg umræða í kjölfar ræðu hv. þingmanns. Þingmaðurinn tekur sér í munn orðið hýsill, að líkami konu geti verið verkfæri, gefur í skyn ýmislegt í ræðu sinni en neitar svo að svara spurningu þar sem spurt er um hans persónulega álit, álit þingmannsins, hvað honum finnst um það að tvær konur verði sér úti um gjafasæði og eignast síðan barn. Er þingmaðurinn sáttur við það? Er hann sammála því að slíkt eigi að leyfa áfram? Á að banna það? Hver er munurinn á því og staðgöngumæðrun? Þetta eru ósköp einfaldar spurningar sem tengjast þessu máli og er alveg sjálfsagt að spyrja um. Þetta snýst ekki um það að koma höggi á einhvern. Ég get sagt þingmanninum hvað mér finnst um þetta. Mér finnst þetta sjálfsagt mál. Ég var efins á sínum tíma en ég hef séð hversu mikla hamingju þetta færir þeim konum sem hafa farið þessa leið.

Þingmaðurinn hlýtur að geta svarað okkur því hver munurinn sé á þessu og staðgöngumæðrun og þá skoðunum hans í þessum málum.