140. löggjafarþing — 4. fundur,  5. okt. 2011.

staðgöngumæðrun.

4. mál
[17:36]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil í ljósi þessara orða hvetja hv. þingmann til að kynna sér þau lög sem sett voru um þetta mál og athuga hvort hann hafi einhverja skoðun á þessu yfirleitt, persónulega, það er líka það sem verið er að spyrja um í ljósi orða hans.

En það er ýmislegt annað sem kom fram í ræðunni, ég ætla að skipta yfir í það. Það er ljóst að ekki er hægt að fá svör við skoðunum hv. þingmanns á þeim málum sem hér voru reifuð. Í ræðu þingmannsins kom fram að svo mörg börn væru munaðarlaus og meðal annars þess vegna væri hann á móti staðgöngumæðrun. En skiptir það engu máli, hv. þingmaður og virðulegi forseti, að hjón vilji kannski nota egg úr móðurinni, sæði úr föðurnum, eiginmanninum, og búa til barn? Skiptir það engu máli, er hægt að líkja því saman? Á fólk ekki að geta haft þetta sjálfsagða val?