140. löggjafarþing — 5. fundur,  6. okt. 2011.

vextir og verðtrygging.

9. mál
[14:52]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, samkvæmt lögunum er gert ráð fyrir að hægt sé að gera endurútreikninginn skuldbindandi með þeim fyrirvara að fólk hefur ákveðinn tímafrest til að gera athugasemdir til að samþykkja útreikninginn. Fólk hefur alltaf möguleika á að bera það undir dómstóla. Lögin geta ekki tekið rétt af fólki ef það hefur meiri rétt. Því er einungis um það að ræða að fólk sætti sig við endurútreikninginn eða, ef það gerir það ekki, geri það sem það hefði alltaf þurft að gera ef þessi lög hefðu ekki verið sett, að bera málið undir dómstóla. Fólk hefði aldrei átt beinan rétt til endurgreiðslu eða endurreiknings á grundvelli hæstaréttardómanna einna og sér, þess vegna voru lögin sett, til þess að skapa almennan rétt til endurgreiðslu.