140. löggjafarþing — 6. fundur,  11. okt. 2011.

tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands.

3. mál
[15:01]
Horfa

Frsm. forsætisn. (Ásta R. Jóhannesdóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég vísa í mál mitt hér á undan varðandi vinnslu málsins í nefndinni. Ástæðan fyrir því að þetta kom fram í skýrsluformi var sú að allir fulltrúar allra flokka í forsætisnefnd lögðu málið fram í skýrsluformi. Ég tel mjög mikilvægt að allir hafi staðið að því án þess að taka afstöðu til ákveðinna nokkurra atriða í frumvarpinu vegna þess að vinnslan á því er eftir og hún fer fram í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Annars er það auðvitað nefndarinnar að ákveða hvaða hraða hún hefur á vinnunni og hvernig hún vinnur hana því að málið verður alfarið á forræði nefndarinnar þegar þessari umræðu lýkur eins og ég sagði áðan.