140. löggjafarþing — 6. fundur,  11. okt. 2011.

tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands.

3. mál
[20:02]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir ágæt svör. Ég spurði Illuga Gunnarsson þingmann áðan hvort hann ætti sér uppáhaldsgrein … (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁI): Forseti hvetur hv. þingmann til að nota hefðbundin ávarpsorð í ræðustóli Alþingis.)

Já, þingmaðurinn tilkynnti fyrir rúmu ári að hann hætti því en mig langar að spyrja þingmanninn hvort hann eigi sér einhverja uppáhaldsgrein í þessu plaggi.