140. löggjafarþing — 7. fundur,  12. okt. 2011.

afskriftir og afkoma bankanna.

[16:05]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Ég ítreka það sem ég hef sagt hérna áður, bönkunum er alveg sama um okkur. En nú þurfum við að taka hérna öll höndum saman, stækka vopnabúrið og pína fjármálafyrirtækin til að skila því svigrúmi sem þau fengu og gert var ráð fyrir að færi aftur til minni fyrirtækja og til heimila. Ég beini þeirri spurningu til ráðherrans hvað hann ætli að gera, ef eitthvað, til að rétta hag heimilanna. Nú er síðasti séns og það þýðir ekkert að benda á 110%-leiðina. Til að skilja hana þarf maður fyrst að skilja 100%-leiðina og hún heitir á íslensku gjaldþrot.