140. löggjafarþing — 8. fundur,  13. okt. 2011.

ferjumál í Landeyjahöfn.

[11:06]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Svo ég sé alveg nákvæmur í yfirlýsingum mínum er það rétt að Baldur hefur verið nýttur til þessara ferða. Skoðað hefur verið af hálfu starfsnefndarinnar, samráðsnefndarinnar, hvort hægt sé að nýta hann áfram eða hvaða kostir aðrir komi til greina. Hvað mína afstöðu áhrærir ræðst hún af því hvað samráðshópurinn leggur til í þessum efnum. Ég mun skoða það. Sjálfur hef ég ekki þá sérþekkingu sem til þarf til að kveða upp úr óstuddur um þessi mál. En við gerum gera allt sem í okkar valdi stendur til að samhæfa kraftana. Í stað þess að menn tali út og suður erum við búin að ná þessu öllu undir eina regnhlíf. Þar er unnið vel og markvisst að þessum málum.