140. löggjafarþing — 8. fundur,  13. okt. 2011.

fjáraukalög 2011.

97. mál
[11:33]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Forseti. Í 4. gr. þessa frumvarps er heimildarákvæði í grein 7.18 og 7.19 um uppgjör og greiðslur til Landsbankans annars vegar og hins vegar sölu á eignarhlut ríkisins í Byr. Ég leyfi mér að spyrja hæstv. fjármálaráðherra að því hversu háar upphæðir hann geri ráð fyrir að muni leggjast á ríkissjóð vegna þessara tveggja heimildargreina.